Föstudagur, 13. júlí 2012
Ekki gamla Eimskipafélagið
Þetta Eimskipafélag er ekki sama og gamla Eimskipafélag Íslands, sem var stofnað 1914.
Þetta félag er á þriðju eða fjórðu kennitölu frá því.
Bjöggarnir og þeir sem stofnuðu Burðarás skúffufyrirtækið, voru búnir að splundra því.
Ég er alveg viss um að Stjáni kóngur (Kristján Guðmundsson, fyrrv. skipstjóri) er sammála mér með þetta. Hann hefur skrifað grein um þetta.
Þetta er svipað og með Samskip. Það væri tóm þvæla að segja að það væri gamla Sambandið.
Kaupir 14 prósent í Eimskip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. júní 2012
Baggi á fólkinu.
Ég sagði það við marga áður en farið var út í byggingu á þessu gaulhúshrúgaldi að það yrði aldrei hægt að reka þetta nema með peningum skattborgaranna.
Og það hefur líka komið á daginn. Og svo eru þarna einhverjir viðskiptamenntaðir prelátar sem eru svo blindir að þeir sjá þetta ekki einu sinni. Hirða bara svimandi há laun og væla svo í fjölmiðlum yfir háum rekstrarkostnaði.
Það væri kannski ágætt að láta listaspírurnar sem vildu endilega fá þetta borga sérstakan gaulhússkatt. Mér finnst það ekkert of mikið. Allavega taka flestir háar upphæðir fyrir að koma fram í 10 mínútur.
Ég hef ekkert efni á að láta skattpeningana mína renna í svona rugl.
Og hana nú.
Rekstrargrundvöllur brostinn að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 19. október 2011
Hvað með stýrimanninn?
Enn einu sinni sýnir einhver blaðamannskrakki að hann hefur ekki hundsvit á starfsheitum.
Í stað orðsins siglingafræðingur hefði krakkinn átt að skrifa stýrimaður. Það er það sem það heitir á íslensku. Skipstjóri er líka siglingafræðingur eins og stýrimaðurinn.
Ég legg til að krakkinn sem þýddi þessa frétt fari og læri að vinna með öðru en tölvu og penna. Skreppi eins og einn eða fleiri túra sem áhafnarmeðlimur á skipi.
Ég þekki þetta starf þar sem ég er með próf úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík og starfaði sem stýrimaður í nokkur ár. Hefði aldrei titlað mig sem siglingafræðing.
Skipstjórinn á Rena ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. október 2011
Gerir einhver svona hér á landi?
Ég er á því að margir ráðherrar samspillingarinnar og vinstri valdagráðugra ættu að fara að eins og þessi ráðherra gerði.
Hann sagði af sér eftir að einkavinafélagið varð opinbert.
Fox segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. ágúst 2011
Gaulhúsið Harpa.
Í lok menningarnætur átti fjöldi fólks von á að sjá eitthver flott sjónarspil þegar kveikt var á ljósum hjúp gaulhússins Hörpu. Sá gjörningur olli fleiri þúsund manns miklum vonbrigðum. Hallærislegra atriði held ég að hafi aldrei sést á menningarnótt.
Hvernig í ósköpunum datt þeim sem byggðu þetta hús að bjóða fólki upp á annað eins og þetta? Ég er á því að Diddú hefði bara átt að syngja í stað þess að vera að mæra þetta lélega atriði. Þetta var öllum sem að þessu stóðu til háborinna skammar. Það sáust bara einhverjar litaðar smátírur. Það áttu allir von á að kofinn yrði uppljómaður.
Það var með þetta ljósaatriði þeirra eins og með byggingu kofans. Hreinn peningaaustur í ekkert merkilegt.
Menningarsnobbelítan ætti að skammast sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Fossvogur - Gnoðavogur.
Mér vitanlega hefur Gnoðavogur ekki verið fluttur í Fossvog.
Þarna er eitthvert rugl í blaðamanni í gangi.
Hvort átti þetta slys sér stað í Fossvogi eða í Gnoðavogi? Það væri gaman að vita það.
Hjólaði á bifreið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. maí 2011
Grillveður?
Hér í Reykjavík er grillveður allt árið. Ég veit ekki hversu oft ég hef grillað í vetur. Veður skiptir engu máli þegar kemur að því að grilla.
Það er grillveður á öllu landinu.
Grillveður fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. apríl 2011
Glæsilegur sigur Kvennaskólans.
Það var ánægjulegt að verða vitni að sigri Kvennaskólans á MR í kvöld í Gettu betur. Og óska ég þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Bæði lið stóðu sig með prýði og eiga hrós skilið. Þarna keppt 2 jafngóð lið. Annað kafsigldi ekki hitt, eins og MR hefur svo oft gert í þessum keppnum. Þess vegna var ánægjulegt að það skyldi verða annar skóli sem fór með sigur af hólmi í kvöld.
Og svo má ekki gleyma að það skyldi vera liðsmaður Kvennaskólans sem varð fyrsta stelpan (konan) til að sigra í keppninni.
Vonandi verður þetta ekki síðasta skiptið sem Kvennaskólinn vinnur þessa keppni.
LIFI KVENNÓ.
Kvennó sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. september 2010
Hefur gerst áður.
Þetta minnir á klúðrið á síðasta ársfundi Framagosaflokksins (framsóknarflokksins), þegar Þórhallur Höskuldsson var lýstur formaður í stað Sigmundar (Bangsa).
Fegurðardrottning í mínútu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júní 2010
Mótmæli lokun Rauðalækjar.
Ég mótæli alfarið þessari lokun Rauðalækjar. Þetta mun eingöngu auka umferð um Laugalæk, þar sem er margfalt meiri umferð barna en er um efri hluta Rauðalækar. Þessi framkvæmd setur miklu fleiri börn í hættu. Þetta kemur líka til með að auka umferð um Bugðulæk þar sem íbúar neðri hluta Rauðalækjar, sem ekið hefðu upp götuna þurfa eftir þetta að aka um Bugðulækinn, sem eins og íbúar hverfisins vita, er lítil einstefnugata.
Og spyr. Eru tómir bjálfar og vitleysingar sem starfa hjá Umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar? Það eru væntanlega verk- og tæknifræðingar sem starfa þarna. Og mín reynsla af þessum stéttum er sú að það lið hlustar ekki á fólk.
Rauðalæk lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja
- http://memri.org/ Þýddar fréttir af arabísku yfir á ensku
- http://www.debka.com/index1.php Fréttastofa með réttar fréttir frá Ísrael
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar