Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli lokun Rauðalækjar.

Ég mótæli alfarið þessari lokun Rauðalækjar. Þetta mun eingöngu auka umferð um Laugalæk, þar sem er margfalt meiri umferð barna en er um efri hluta Rauðalækar. Þessi framkvæmd setur miklu fleiri börn í hættu. Þetta kemur líka til með að auka umferð um Bugðulæk þar sem íbúar neðri hluta Rauðalækjar, sem ekið hefðu upp götuna þurfa eftir þetta að aka um Bugðulækinn, sem eins og íbúar hverfisins vita, er lítil einstefnugata.

Og spyr. Eru tómir bjálfar og vitleysingar sem starfa hjá Umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar? Það eru væntanlega verk- og tæknifræðingar sem starfa þarna. Og mín reynsla af þessum stéttum er sú að það lið hlustar ekki á fólk.


mbl.is Rauðalæk lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu til í að útskýra hvernig þetta eykur umferð um Laugalæk ?

Hefði haldið að þetta myndi auka umferð um Kleppsveg og Sundlaugarveg en minnka umferð um Laugalæk þar sem að leiðin í gegnum Rauðalæk lokast.

Svo eru það íbúar við Bugðulæk og Brekkulæk sem fá aðeins meiri umferð í gegnum sína götu (Rauðalæksíbúar á leiðinni útúr hverfinu)

Jens (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 12:57

2 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Þeir sem ætla sér um Bugðulæk og fara annars niður Dalbraut og niður Rauðalækinn þurfa eftir þetta að fara um Laugalækinn til að komast þessa leið. Og svo er alveg undantekning að sjá börn á ferð um efri hluta Rauðalækjar. Það virðist ekki vera mikið um barnafólk þar, þó það sé til þar eins og annars staðar.

Marinó Óskar Gíslason, 14.6.2010 kl. 13:04

3 identicon

Ok þetta er fínn punktur en gefum okkur að 65% þeirra sem ætla í Bugðulækinn núna komi að ofanverðu.

Sú umferð nær ekki nema litlum hluta af þeim sem koma núna í gegnum Laugalæk og uppá efri hluta Rauðalækjar (margir á leiðinni í allt önnur hverfi)

Jens (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Að 65% komi að ofanverðu léttir á Laugalæknum og umferðin um hann er næg fyrir, vegna verslananna sem þar eru.

Marinó Óskar Gíslason, 14.6.2010 kl. 13:27

5 identicon

Ætlaru að líta framhjá öllu öðru sem ég sagði (fyrir utan 65% sem var algjörlega skálduð tala)

Þetta stöðvar umferð bíla sem eru á leiðinni allt annað en í hverfið okkar. Sú umferð er miklu meiri en nokkurn tíma gegnumakstur íbúa við Bugðulæk í gegnum Laugalæk, sem hefur hvort sem er að hluta farið þar í gegn.

Snýst þessi barátta þín um það að þú ert vanur að fara að ofanverðu heim til þín ? 

Jens (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 13:41

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það eru ýmsir hverfisbúar, m.a. af Bugðulæk, sem fara allan Rauðalækinn endilangann uppúr, til að komast á Dalbraut og þaðan austur Sæbraut.

Það er slíkan gegnumakstur sem er verið að hindra og er það gott mál.

Þessir ökumenn geta ýmist farið Laugarnesveginn upp á Sæbraut, eða Sundlaugarveg-Dalbraut. Í báðum tilfellum minnkar akstur um þröngar fjölbýlar íbúagötur.

Skeggi Skaftason, 14.6.2010 kl. 14:09

7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Prósentuþvaður að mínu áliti!

Eyjólfur Jónsson, 14.6.2010 kl. 16:04

8 identicon

Fyrir íbúa neðri hluta Rauðalækjar.

Haða leið er styðst og öruggust út úr borginni?

1. Upp Rauðalækinn, til vinstri Dalbrautina, stöðva á ljósum og til hægri inn á Sæbraut og komast svo út úr borginni !

2. Niður Rauðalækinn, til hægri Laugalækinn, til hægri Laugarnesveg, stöðva á ljósum, til hægri Sæbraut og stöðva á ljósum við gatnamót Dalbrautar/Sæbrautar og koma sér svo af stað út úr borginni.

3. Niður Rauðalækinn/Bugðulækinn, til vinstri Laugalækinn og stöðva á ljósum. Til vinstri Sundlaugarveg og aftur til vinstri Dalbrautina og stöðva á ljósum og svo til hægri út á Sæbraut og koma sér svo af stað út úr borginni.

Svar mitt er leið 1 og ég tel mig eiga rétt á sem öruggustu og fljótlegustu leið út úr borginni.

Ég sem er gamall íbúi hér í Laugarnesinu/við Rauðalækinn get sagt að umferðin þarf ekkert að minnka á Laugalæknum við þessa breytingu. Hún getur alveg verið eins eða svipuð (jafnvel aukist) og fyrir breytingu þar sem þessi gata hefur verið notuð sem gegnumstreymi frá Sundlaugarvegi og út á Laugarnesveg og öfugt og einmitt af þeim einstaklingum sem alls ekki búa í Laugarnesinu. Einnig á þetta við um Dalbrautina. Taka skal fram að það eru alls staðar börn á ferli.

Því ekki að gera Rauðalækinn frekar að einstefnugötu svona eins og Bugðulækinn?

Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 18:03

9 identicon

Þegar umræðan um þessa breytingu var kynnt þá fór ég að aka Sundlaugarveginn að Dalbraut og koma inn á götuna þeim megin og var yfir leitt mun fljótari, þar sem að það eru götur með 50 km hámarksharaða, en að aka Laugarnesveg, Laugalæk og þaðan ínn á Rauðalæk. Laugarnesvegur, Laugalækur og Rauðalækurinn er götur með 30km og ef fólk ekur á löglegum hraða þá er það seinfarnara. Gs.

Gs (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó Óskar Gíslason
Marinó Óskar Gíslason
Vinnur á skrifstofu og hefur einfaldar skoðanir á ýmsum málum. Einnig fyrrverandi sjómaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 7323

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband