Þriðjudagur, 25. maí 2010
Hvar lærði blaðamaðurinn landafræði ?
Ég legg til að sá sem skrifaði þessa frétt læri landafræðina sína betur. Eurovisonsöngvakeppning fer alls ekki fram í Osló, heldur í Bærum. Þetta er álíka og að segja að tónleikar sem fara fram í Salnum í Kópavogi séu haldnir í Reykjavík. Bærum er sveitafélag fyrir sunnan Osló, en tilheyrir henni svo sannarlega ekki. Og það þýðir ekkert að tala um eitthvert stór Oslóarsvæði. Það er ekkert svoleiðis.
Keppning er semsagt í Bærum en ekki í Osló.
Æfing í Ósló gekk vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Málvilla í fréttinni.
Eru blaðamenn virkilega ekki sendir í íslenskupróf áður en þeir eru ráðnir til starfa við fjölmiðla? Maður hvorki skrifar né segir hundruðir. Orðið er hundrað í eintölu og hundruð í fleirtölu. Og tekur ekki með sér -ir endinguna.
Konan er sögð hafa dregið sér mörg hundruð milljónir. Og svo held ég að hún hafi ekki tekið sér neitt meira en yfirmenn hennar gerðu.
Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Þannig orti allavega Hallgrímur Pétursson og hafði rétt fyrir sér.
Fjárdráttur hjá Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Ljóta nafngiftin
Maður getur ekki annað en orðið orðavant þegar maður heyrir annað eins nafnskrípi eins og þetta Arion banki. Hver borgaði eiginlega fyrir þetta ónefni. Af hverju gerðu þeir ekki eins og Glitnir, tóku bara upp gamla nafnið, sem var gott og gilt, þ. e. Búnaðarbankinn. Þetta er og verður alltaf Búnaðarbankinn í mínum huga. Ég segi alltaf að ég var fluttur hreppaflutningum úr SPRON yfir í Búnaðarbankann. Kaupþing var líka ónefni á banka að mínu mati. Var upphaflega peningasöfnunarfélag fyrir Pétur Blöndal.
Í mínum huga verður þetta því alltaf Búnaðarbankinn, sama hvað einhverjir krakkar, sem stjórna þarna, vilja kalla bankann.
Kaupþing verður Arion banki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Sammála Árna.
Það er ekkert alltaf sem ég hef verið ánægður með Árna Johnsen, en í þessu tilfelli er ég það.
Ég hef sagt það í mörg ár, allt frá því að Jón Baldvin tróð okkur inn í EES, að það væri enginn munur á miðstýringunni sem var í Moskvu á tímum Sovétsins og þeirri sem er í Brussell. Það er nefnilega lítill munur á kúk og skít, ef hann er þá nokkur. Sósíalismi og sósíaldemókratismi er af sömu rótinni og sömu vankantarnir á báðum.
Íslendingar ættu að hlusta á Árna Johnsen að þessu sinni, því nú hefur hann rétt að mæla. ÁFRAM ÁRNI.
Eigum ekkert erindi í hið nýja Sovét | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. júní 2009
Lágt leggjast menn.
Það má segja að mér finnist menn leggjast lágt þegar þeir stela frá öðru fólki.
Fyrir viku síðan þurfti ég að færa fellihýsið mitt, Viking 1706, úr innkeyrslunni heima. Fór ég því með það á lóð fyrirtækisins sem ég starfa hjá. Fékk mér lás og keðju, því miður ekki nógu sterka, og læsti því við stálstólpa.
Þegar ég mætti til vinnu í morgun, 19.06.2009, var vagninn horfinn. Hann var á sínum stað í gær þegar ég fór heim um kl. 17:30.
Ef einhver sem les þetta rekst á hann þá getur viðkomandi látið mig vita hér á blogginu, eða í síma 824 2822.
Vagninn er Viking 1706, 11 ára gamall, er alveg ágætur fyrir mig og mína, skráningarnúmerið er SA 213.
Hann er svolítið ryðgaður að neðan og toppurinn er skítugur (hef ekki getað náð af honum drullunni). Það er líka brotinn listi við vinstri hjólaskálina.
Því miður hef ég ekki mynd af honum við höndina í augnablikinu.
Já, mikið leggjast aumingjarnir lágt.
Bloggar | Breytt 29.6.2009 kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. mars 2009
Til hvers?
Ég spyr nú bara. Til hvers þarf að vera að borga listamönnum laun úr ríkissjóði? Það er verið að borga þeim með skattpeningunum okkar. Af hverju getur þetta fólk ekki unnið fyrir sínum launum á almennum vinnumarkaði eins og annað heiðvirt fólk? Stór hluti þessa fólks eru tómir auðnuleysingjar sem aldrei hafa nennt að vinna fyrir sér. Ekki styður þetta fólk mig á neinn hátt. Ef það vill fá laun fyrir sína vinnu á það að selja afurðir sínar og ef það getur ekki selt þær ætti það að sjá sóma sinn í því að hætta þessu rugli og koma sér í almennilega vinnu. Ég lít á allt þetta listavesen sem tómstundargaman. Þetta er ekki vinna. Ég þekki fullt af listamönnum sem eru í fullri vinnu með þessu og ber ég virðingu fyrir þeim. Ekki hinum.
Leggur til breytingar á listamannalaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Góður bandamaður.
Hannan: Fagnar minna fylgi ESB-aðildar meðal Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Að kalla hlutina sínum réttu nöfnum væri til bóta.
Í dag var ég að hlusta á þáttinn hennar Hönnu G. eftir hádegið. Í þættinum kom innlegg frá honum Pétri á Akureyri og hef ég ekki mikið við hans þátt þar að athuga, nema alveg í lokin. Þar var hann að kynna tónlist og sagði að þar væri leikið á gyðingahörpu. Hljóðfærið gyðingaharpa er ekki til, heldu á hann hér við svokallaða kjálkahörpu. Ég tel að þarna sé hin gamla vitleysa íslendinga að vera hljóðvitlausir í erlendum málum. Menn ruglast þarna á orðunum "jew", gyðingur og "jaw", kjálki. Þetta sama eru upp á teninginn þegar fólk talar um að fá "börnin" þegar þeir fá síðustu dropana úr kaffikönnunni. Þarna rugluðu menn saman dönsku orðunum "børnene" og "bønnene". Það er mikill munur á börnum og baunum. Og eins er það þegar menn kalla dani "bauna". Þar rugla menn saman bændum og baunum. Sbr. danskerne er bønder, de er ikke bønner".
Og svo er það þetta með skírnina. Hvenær ætla íslenskir fjölmiðlamenn að koma því inn í höfuðin á sér að skírn og nafngift er ekki það sama. Ein ágæt útvarpskona á RÚV, Svanhildur Jakobsdóttir, talar alltaf um að hinn og þessi hafi verið skírður einhverju nafni. Ég heyrði meira að segja málfarsráðunaut RÚV nota þetta svona vitlaust líka. Þetta er hreinlega tóm málvitleysa. Þegar barn er fært til skírnar, hvort sem það er gert í kirkju eða í heimahúsi, þá er verið að taka það inn í kirkjuna. Þá verður það meðlimur í kirkjunni, ekki fyrr. En til þess að barnið geti verið skírt þarf að vera búið að gefa því nafn. Fólk virðist ekki alltaf átta sig á því að það gefur barninu nafn þegar það segir prestinum nafnið fyrir skírnarathöfnina. Það er nafngiftin, oft á hún sér þó stað strax við fæðingu barnsins. Sonum minn fékk til dæmis sitt nafn strax, þó svo kálfarnir á fæðingardeildinni hafi ekki haft fyrir því að spyrja um það. Heldur var hann skráður þar Drengur. Hann hefur aldrei borið það nafn og mun ekki gera.
Vonandi fara íslenskir fjölmiðlamenn að taka sig á í þeim efnum að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Aumingjaskapur
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Engin furða
Hætt við pöntun á 16 Dreamliner þotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja
- http://memri.org/ Þýddar fréttir af arabísku yfir á ensku
- http://www.debka.com/index1.php Fréttastofa með réttar fréttir frá Ísrael
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar