Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Föstudagur, 19. júní 2009
Lágt leggjast menn.
Það má segja að mér finnist menn leggjast lágt þegar þeir stela frá öðru fólki.
Fyrir viku síðan þurfti ég að færa fellihýsið mitt, Viking 1706, úr innkeyrslunni heima. Fór ég því með það á lóð fyrirtækisins sem ég starfa hjá. Fékk mér lás og keðju, því miður ekki nógu sterka, og læsti því við stálstólpa.
Þegar ég mætti til vinnu í morgun, 19.06.2009, var vagninn horfinn. Hann var á sínum stað í gær þegar ég fór heim um kl. 17:30.
Ef einhver sem les þetta rekst á hann þá getur viðkomandi látið mig vita hér á blogginu, eða í síma 824 2822.
Vagninn er Viking 1706, 11 ára gamall, er alveg ágætur fyrir mig og mína, skráningarnúmerið er SA 213.
Hann er svolítið ryðgaður að neðan og toppurinn er skítugur (hef ekki getað náð af honum drullunni). Það er líka brotinn listi við vinstri hjólaskálina.
Því miður hef ég ekki mynd af honum við höndina í augnablikinu.
Já, mikið leggjast aumingjarnir lágt.
Bloggar | Breytt 29.6.2009 kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja
- http://memri.org/ Þýddar fréttir af arabísku yfir á ensku
- http://www.debka.com/index1.php Fréttastofa með réttar fréttir frá Ísrael
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar