Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Málvilla í fréttinni.
Eru blaðamenn virkilega ekki sendir í íslenskupróf áður en þeir eru ráðnir til starfa við fjölmiðla? Maður hvorki skrifar né segir hundruðir. Orðið er hundrað í eintölu og hundruð í fleirtölu. Og tekur ekki með sér -ir endinguna.
Konan er sögð hafa dregið sér mörg hundruð milljónir. Og svo held ég að hún hafi ekki tekið sér neitt meira en yfirmenn hennar gerðu.
Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Þannig orti allavega Hallgrímur Pétursson og hafði rétt fyrir sér.
Fjárdráttur hjá Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Ljóta nafngiftin
Maður getur ekki annað en orðið orðavant þegar maður heyrir annað eins nafnskrípi eins og þetta Arion banki. Hver borgaði eiginlega fyrir þetta ónefni. Af hverju gerðu þeir ekki eins og Glitnir, tóku bara upp gamla nafnið, sem var gott og gilt, þ. e. Búnaðarbankinn. Þetta er og verður alltaf Búnaðarbankinn í mínum huga. Ég segi alltaf að ég var fluttur hreppaflutningum úr SPRON yfir í Búnaðarbankann. Kaupþing var líka ónefni á banka að mínu mati. Var upphaflega peningasöfnunarfélag fyrir Pétur Blöndal.
Í mínum huga verður þetta því alltaf Búnaðarbankinn, sama hvað einhverjir krakkar, sem stjórna þarna, vilja kalla bankann.
Kaupþing verður Arion banki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja
- http://memri.org/ Þýddar fréttir af arabísku yfir á ensku
- http://www.debka.com/index1.php Fréttastofa með réttar fréttir frá Ísrael
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar