Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Gamall texti sem á ennþá við.
Mikið hefði verið gott ef stór hluti hinnar íslensku þjóðar hefð farið að ráðum Salómons þegar hann ritaði í Orðskviðum sínum, en þar reit hann:
8 Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns
og hafna eigi viðvörun móður þinnar,
9 því að þær eru yndislegur sveigur á höfði þér
og men um háls þinn.
10 Son minn, þegar skálkar ginna þig,
þá gegn þeim eigi.
11 Þegar þeir segja: "Kom með oss!
Leggjumst í launsátur til manndrápa,
sitjum án saka um saklausan mann,
12 gleypum þá lifandi eins og Hel -
með húð og hári, eins og þá sem farnir eru til dánarheima.
13 Alls konar dýra muni munum vér eignast,
fylla hús vor rændum fjármunum.
14 Þú skalt taka jafnan hlut með oss,
einn sjóð skulum vér allir hafa" -
15 son minn, þá haf ekki samleið við þá,
halt fæti þínum frá stigum þeirra.
16 Því að fætur þeirra eru skjótir til ills
og fljótir til að úthella blóði.
17 Því að til einskis þenja menn út netið
í augsýn allra fleygra fugla,
18 og slíkir menn sitja um sitt eigið líf,
liggja í launsátri fyrir sjálfum sér.
19 Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða:
fíknin verður þeim að fjörlesti.
Ef menn hefðu haft þessi orð í huga væri ekki komið eins illa fyrir mörgum.
Drottinn blessi ykkur.
Tenglar
Mínir tenglar
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja
- http://memri.org/ Þýddar fréttir af arabísku yfir á ensku
- http://www.debka.com/index1.php Fréttastofa með réttar fréttir frá Ísrael
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Marinó!
Góður texti,og ætti að vera skildu lesning.
Guð geymi þig og þína!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.11.2008 kl. 11:10
Þakka þér fyrir Halldóra.
Marinó Óskar Gíslason, 26.11.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.