Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Til góðs

Þetta var þá klaufaskapur sem leiddi til góðs. Svona menn ætt að rassskella á miðju Ráðhústorginu.
mbl.is Klaufalega staðið að barnsráni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall texti sem á ennþá við.

Mikið hefði verið gott ef stór hluti hinnar íslensku þjóðar hefð farið að ráðum Salómons þegar hann ritaði í Orðskviðum sínum, en þar reit hann:

8 Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns

og hafna eigi viðvörun móður þinnar,

9 því að þær eru yndislegur sveigur á höfði þér

og men um háls þinn.

10 Son minn, þegar skálkar ginna þig,

þá gegn þeim eigi.

11 Þegar þeir segja: "Kom með oss!

Leggjumst í launsátur til manndrápa,

sitjum án saka um saklausan mann,

12 gleypum þá lifandi eins og Hel -

með húð og hári, eins og þá sem farnir eru til dánarheima.

13 Alls konar dýra muni munum vér eignast,

fylla hús vor rændum fjármunum.

14 Þú skalt taka jafnan hlut með oss,

einn sjóð skulum vér allir hafa" -

15 son minn, þá haf ekki samleið við þá,

halt fæti þínum frá stigum þeirra.

16 Því að fætur þeirra eru skjótir til ills

og fljótir til að úthella blóði.

17 Því að til einskis þenja menn út netið

í augsýn allra fleygra fugla,

18 og slíkir menn sitja um sitt eigið líf,

liggja í launsátri fyrir sjálfum sér.

19 Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða:

fíknin verður þeim að fjörlesti.

 

Ef menn hefðu haft þessi orð í huga væri ekki komið eins illa fyrir mörgum.

Drottinn blessi ykkur.


Hver fær að borga?

Hver fær að borga þessar ógnarskuldir? Verður það almenningur eða stóru orkufreku fyrirtækin sem fá rafmagnið næstum gefið? Var þetta fyrirtæki ekki eitt af þessum gælufyrirtækjum sem Valgerður, fjósakona úr Grýtubakkahreppi, stofnaði og dásamaði í bak og fyrir, því að með því væri hægt að ná meiri pening af almenningi landsins? Ætti hún nú ekki að fara að segja af sér þingmennsku?

Ég held að það sé einungis hægt í einhverjum bananalíðveldum sem hægt er að reka svona fyrirtæki með neikvæða eiginfjárstöðu. 


mbl.is Eigið fé Landsnets neikvætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vert að hafa í huga.

Nú þegar skammdegið er í gangi, bæði í náttúrunni og ekki síst innra með mörgum langar mig á að benda á vers úr Biblíunni sem gott er að hafa í huga og hugleiða. Þau standa í Jesaja 60, en þar segir:


1Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!

2Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér.

3Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér.

4Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni. 5Við þá sýn muntu gleðjast, hjarta þitt mun titra og svella, því að auðlegð hafsins hverfur til þín og fjárafli þjóðanna kemur undir þig.

Og síðar í sama kafla stendur:

15Í stað þess, að þú áður varst yfirgefin, hötuð og enginn fór um hjá þér, gjöri ég þig að eilífri vegsemd, að fögnuði margra kynslóða. 16Og þú munt drekka mjólk þjóðanna og sjúga brjóst konunganna, og þá skalt þú reyna það, að ég, Drottinn, er frelsari þinn, og Jakobs voldugi Guð, lausnari þinn.

17Ég mun færa þér gull í stað eirs og silfur í stað járns, eir í stað trjáviðar og járn í stað grjóts. Ég gjöri friðinn að valdstjórn þinni og réttlætið að valdsmanni þínum.

18Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín.

19Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull.

20Þá mun sól þín ekki framar ganga undir og tungl þitt ekki minnka, því að Drottinn mun vera þér eilíft ljós og hörmungardagar þínir skulu þá vera á enda.

21Og lýður þinn - þeir eru allir réttlátir, þeir munu eiga landið eilíflega: þeir eru kvisturinn, sem ég hefi gróðursett, verk handa minna, er ég gjöri mig vegsamlegan með.

22Hinn minnsti skal verða að þúsund og hinn lítilmótlegasti að voldugri þjóð. Ég, Drottinn, mun hraða því, þegar að því kemur.

Guð blessi ykkur öll.

 


Hver réði?

Hver var það sem stjórnaði landinu þegar bankaeftirlitið var fært frá seðlabankanum? Var það ekki núverandi seðlabankastjóri? Voru það ekki hann og frjálshyggjuvinir hans sem ýttu þessu í þessa átt?

Davíð hefði verið maður af meiru ef hann hefði sagt af sér í beinni útsendingu á fundi bisnissliðsins í morgun. Ég held hann hafi gleymt því í ákafanum að fá eitthvað að éta þarna. 

Svo finnst mér að þeir sem stjórna þessu landi fari að athuga það að það þýðir ekki að hafa óhæft fólk í bankaráði og stjórn seðlabankans. Þar á að vera fólk með hag- og viðskiptafræðimenntun. Ekki afdankaðir stjórnmálamenn á ofureftirlaunum og vinalið stjórnarherranna. 


mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Marinó Óskar Gíslason
Marinó Óskar Gíslason
Vinnur á skrifstofu og hefur einfaldar skoðanir á ýmsum málum. Einnig fyrrverandi sjómaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband